Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskrift á Hólmavík

Föstudaginn 1. maí voru 9 nemendur sem stundað höfðu nám samkvæmt námskránni "Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum" útskrifaðir á Hólmavík. Námskráin er ein af þeim sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gefur út og er ný námskrá sem hentar þeim sem áður hafa stundað nám í grunnmenntaskólanum. Útskriftin fór fram á Café Riis á Hólmavík og mætti Smára Haraldsson forstöðumaður á svæðið og útskrifaði fólkið ásamt Kristínu S. Einarsdóttur verkefnastjóra á Hólmavík. Þá voru kennarar sem kennt hafa námskrána viðstaddir. Eftir að hafa snætt dýrindis málsverð á Café Riis fóru menn ýmist til síns heima eða á leiksýningu Leikfélags Hólmavíkur, "Viltu finna milljón?"
Deila