Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útlendingar útskrifast

9. desember 2011
Nú þegar líður jólum er skólastarfi haustannar að ljúka. Hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða útskrifast nú hver hópurinn á fætur öðrum. Síðastliðin sunnudag voru útskrifaðir nemendur af erlendum uppruna, sem höfðu lagt stund á íslenskunám og hópur sem tók vélgæslunám á Flateyri. Athöfnin fór fram í Félagsheimilinu á Flateyri og hófst með því nemendur frá Flateyri sýndu leikritið Sköllótta söngkonan, sem þeir hafa æft í haust. Á eftir var boðið uppá kaffi og pólskt bakkelsi. Húsfyllir var á athöfninni og þar á meðal fjöldi innfæddra Flateyringa.

Hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða stunduðu alls um 80 manns íslenskunám fyrir útlendinga í 8 hópum. Kennarar voru þær Dagný Arnalds, Guðbjörg Hjartardóttir, Halldóra Björnsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir, Hildur Inga Rúnarsdóttir, Ólöf Bergmannsdóttir og Zofia Marciniak.

Vélgæsluna kenndi Jóhann Bæring Gunnarsson og luku 9 nemendur því námi.

Umsjón með íslenskukennslunni og allri starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar á Flateyri hefur Sigurborg Þorkelsdóttir.

Myndirnar hér að neðan eru frá útskriftarathöfninni.

image
image
image
Deila