Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útikennsluaðferðir- Endurmenntunarnámskeið fyrir kennara

Námskeið í aðferðum Joseph Cornell til að auðga lífið og gefa kennslunni dýpt.
Joseph Cornell hefur í áratugi notað leiki og gleðina til að koma þekkingu áleiðis til nemenda. Megintilgangur leikjanna er að ýta undir uppgötvun einstaklingsins og nota til þess öll skynfærin.

Kennsluaðferðirnar er hægt að nota hvar og hvenær sem er og hægt er að tengja þær hvaða námsefni sem er. Markmið námskeiðsins er að koma til móts við þarfir þátttakenda og styrkja þá í að taka útiveru inn í hvaða starf sem er, innan og utan grunnskólanna.

Margrét Eðvarðsdóttir og Ása Erlingsdóttir grunnskólakennarar og garðyrkjufræðingar eru leiðbeinendur á námskeiðinu en þær hafa báðar sótt námskeið hjá Joseph Cornell og innleitt aðferðir hans í sínu starfi.

Um er að ræða heilsdagsnámskeið sem haldið verður þann 18. ágúst nk. Kennsla fer fram í skógræktinni í Tálknafirði.

Skráning fer fram hjá Maríu Ragnarsdóttur á maria@frmst.is eða í síma 4905095.
Margrét (t.v) og Ása (t.h.)
Deila