Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tvö enskunámskeið

Fræðslumiðstöðin hefur auglýst tvö enskunámskeið, annars vegar fyrir byrjendur og hins vegar fyrir þá sem eru lengra komnir.

Byrjendanámskeiðið hefst mánudaginn 25. janúar kl. 18:00-20:00. Námskeiðið er 24 kennslustundir og tekur 8 vikur. Það er ætlað fólki sem lítið hefur notað ensku síðan í grunnskóla og vill rifja upp og bæta við. Farið verður í lestur, málnotkun og hlustun. Kennari á námskeiðinu er Anna Guðrún Edvardsdóttir.

Ef ekki næst í nógu stóran hóp til að fara af stað, stendur áhugasömum til boða að taka ensku með grunnmenntaskólanum ef þeir hafa tök á að mæta á þeim tíma. Enska í grunnmenntaskólanum er kennd á mánudögum og miðvikudögum kl. 14:30-15:50.

Á námskeiði fyrir lengra komna verður lögð áhersla á talað mál með það að markmiði að auka orðaforða og efla sjálfstraust til að geta átt betri samskipti á ensku, hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í málinu og fer kennsla fram á ensku.

Kennari á námskeiðinu er Deborah Davies og verður kennt á miðvikudögum kl. 18:00-20:00. Námskeiðið er 24 kennslustundir og tekur 8 vikur.
Deila