Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tungumál hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er stolt af því að geta boðið upp á námskeið í 6 tungumálum þennan veturinn; ensku, ítölsku, pólsku, spænsku, þýsku og svo að sjálfsögðu íslensku. Það ættu því flestir sem hafa áhuga á að bæta við sig þekkingu á tungumálasviðinu að finna eitthvað við hæfi.

Á Ísafirði verður boðið upp á ensku I og framhalds ensku með áherslu á talmál. Þá stendur til boða að læra ítölsku, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Pólska fyrir byrjendur verður í boði nú fyrir áramót og framhaldsnámskeið eftir áramótin. Spænskunámskeiði er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í spænsku, en þarf ekki að vera mikill. Á hvaða stigi þýskan verður kennd tekur mið af þeim þátttakendum sem skrá sig.

Á Hólmavík verður boðið upp á ensku I fyrir áramót og ensku II á vormisseri.

Á Patreksfirði verður enska í boði eins og á hinum stöðunum. Þar er jafnframt boðið upp á spænsku fyrir byrjendur.

Að lokum má geta þess að íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru í boði á mörgum stöðum. Nú þegar eru farin af stað námskeið á Flateyri, Suðureyri, Ísafirði og Bolungarvík og hefst vonandi á Patreksfirði um eða eftir mánaðarmótin næstu.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, jafnvel þó ekki sé búið að dagsetja námskeið, til þess að hægt sé að sjá hver áhuginn er.
Deila