Tréútskurður 22. október
Nokkuð er síðan Fræðslumiðstöðin hefur boðið upp á námskeið í tréútskurði en nú í október verður ráðin bót á því. Námskeiðið hefst laugardaginn 22. október, en hafði áður verið auglýst þann 8. þess mánaðar.
Námskeiðið er ætlað byrjendum í tréútskurði þar sem kynnt verða fyrstu járnin og brýnsla þeirra, beiting járna, uppsetning vinnuaðstöðu, ýmis vinnutækni, viðir kynntir til leiks, öryggismál og útbúinn hlutur sem þátttakendur taka með sér heim.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Júlíus Ólafsson. Námskeiðið er þrjá laugardaga kl. 9:00-12:15 og kostar 19.900.
Eins og alltaf vill Fræðslumiðstöðin benda væntanlegum þátttakendum á að kanna með rétt sinn til endurgreiðslu hluta þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi.
Deila
Námskeiðið er ætlað byrjendum í tréútskurði þar sem kynnt verða fyrstu járnin og brýnsla þeirra, beiting járna, uppsetning vinnuaðstöðu, ýmis vinnutækni, viðir kynntir til leiks, öryggismál og útbúinn hlutur sem þátttakendur taka með sér heim.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Júlíus Ólafsson. Námskeiðið er þrjá laugardaga kl. 9:00-12:15 og kostar 19.900.
Eins og alltaf vill Fræðslumiðstöðin benda væntanlegum þátttakendum á að kanna með rétt sinn til endurgreiðslu hluta þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi.