Tónlistin frá ýmsum hliðum - Stuð stuð stuð
Fimmtudaginn 5. apríl verður Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) með fyrirlestur í Edinborgarhúsinu um sögu íslenska rokksins og poppsins 1950-2010.
Fyrirlesturinn er hluti af námskeiðaröð sem Fræðslumiðstöðin og Listaskóli Rögnvaldar hafa staðið saman að nú í vetur. Fjallað hefur verið um mismunandi tónlistarstefnur, tengsl þeirra og uppruna, hvernig tónlist er samin, hljóðfæri hafa verið kynnt og sagt frá sögu þeirra og þróun og svo framvegis.
Fyrirlesturinn eða námskeiðið hefst kl. 20:00 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Að þessu sinni er ekkert þátttökugjald.
Deila
Fyrirlesturinn er hluti af námskeiðaröð sem Fræðslumiðstöðin og Listaskóli Rögnvaldar hafa staðið saman að nú í vetur. Fjallað hefur verið um mismunandi tónlistarstefnur, tengsl þeirra og uppruna, hvernig tónlist er samin, hljóðfæri hafa verið kynnt og sagt frá sögu þeirra og þróun og svo framvegis.
Fyrirlesturinn eða námskeiðið hefst kl. 20:00 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Að þessu sinni er ekkert þátttökugjald.