Þær ófu og ófu - námskeið í vefnaði
24.4.2013
Námskeiði í vefnaði lauk í gær. Þá útskrifuðust 10 konur af 45 stunda námskeiði,sem staðið hefur yfir frá því um miðjan febrúar. Kennari á námskeiðinu var Sigrún Guðmundsdóttir, handmenntakennari.
Á námskeiðinu kynntust þátttakendur grunn vefnaðaraðferðunum, einskeftu og vaðmáli og hvernig útfæra má þær á fjölbreyttan hátt í mismunandi efni. Þátttakendur ófu m.a. borðdúka og sjöl.
Kennt var í Barnaskólanum í Hnífsdal og á vefstóla sem voru í Húsmæðraskólanum Ósk og eru nú varðveittir af kvenfélaginu Ósk. Er einkar ánægjulegt að stólarnir skuli nú vera komnir í fulla notkun aftur, bæði vegna sögu þeirra og sögu vefnaðarhandverksins á Ísafirði, en þar var um árabil rekin myndarleg vefstofa af Guðrúnu Vigfúsdóttur og samstarfsfólki hennar.
Meðfylgjandi mynd er af 8 þátttakendum á námskeiðinu, ásamt Sigrúnu Guðmundsdóttur kennara. Tvær kvennanna sem námskeiðið sátu voru fjarverandi. Svo sem sjá má eru stúlkurnar við vefstólana enn fagrar sem forðum.
Deila
Námskeiði í vefnaði lauk í gær. Þá útskrifuðust 10 konur af 45 stunda námskeiði,sem staðið hefur yfir frá því um miðjan febrúar. Kennari á námskeiðinu var Sigrún Guðmundsdóttir, handmenntakennari.
Á námskeiðinu kynntust þátttakendur grunn vefnaðaraðferðunum, einskeftu og vaðmáli og hvernig útfæra má þær á fjölbreyttan hátt í mismunandi efni. Þátttakendur ófu m.a. borðdúka og sjöl.
Kennt var í Barnaskólanum í Hnífsdal og á vefstóla sem voru í Húsmæðraskólanum Ósk og eru nú varðveittir af kvenfélaginu Ósk. Er einkar ánægjulegt að stólarnir skuli nú vera komnir í fulla notkun aftur, bæði vegna sögu þeirra og sögu vefnaðarhandverksins á Ísafirði, en þar var um árabil rekin myndarleg vefstofa af Guðrúnu Vigfúsdóttur og samstarfsfólki hennar.
Meðfylgjandi mynd er af 8 þátttakendum á námskeiðinu, ásamt Sigrúnu Guðmundsdóttur kennara. Tvær kvennanna sem námskeiðið sátu voru fjarverandi. Svo sem sjá má eru stúlkurnar við vefstólana enn fagrar sem forðum.