Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

TOK námskeið á Patreksfirði

Námskeið í TOK launakerfinu og TOK bókhaldskerfinu verður haldið dagana 11. og 12. mars 2008 á Patreksfirði. Námskeiðið hefst kl. 14.00 þriðjudaginn 11. mars.

Með TOK launakerfinu einfaldar þú útreikning launa. Hægt er að nota launakerfið fyrir starfsmenn á tímakaupi og mánaðarlaunum sem og fyrir eigendur fyrirtækja sem greiða reiknað endurgjald.
TOK er algengasta bókhaldskerfið hjá smærri fyrirtækjum á Íslandi. Þúsundir fyrirtækja um land allt nota TOK daglega til að halda utan um bókhaldið sitt.

Ef þú/þið hafið áhuga á að koma á þetta námskeið, hafið þá samband við
Maríu Ragnarsdóttur í síma 490-5095 eða 845-1224.

TOK launakerfið
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að byrja að nota TOK launakerfið.

Á námskeiðinu verður m.a. farið í:
? Stofnun launþega
? greiðslutegundir
? fasta launaseðla
? notkun launadagbóka
? ferli launaútreikninga, o.fl.

Þátttakendur fá að námskeiðinu loknu minnislykilmeð námskeiðsgögnum sínum.

TOK fjárhagsbókhald
Markmið námskeiðsins er að kenna notkun á TOK fjárhagsbókhaldi og viðskiptamannabókhaldi.

Á námskeiðinu er m.a. farið í:
? Uppsetningu
? flokkun og skráningu bókhaldslykla
? uppsetningu fyrir virðisaukaskatt og virðisaukaskattsvinnslur
? stofnun viðskiptamanna og tengingu þeirra við fjárhagsbókhald
? ýmsar uppflettingar, útprentanir o.fl.

Þátttakendur fá að námskeiðinu loknu minnislykil með námskeiðsgögnum sínum.

Kennari: Sigrún Eir Héðinsdóttir

Athugið. Félagsmenn stéttarfélaga eiga möguleika á endurgreiðslum úr starfsmenntasjóðum. Snúið ykkur til stéttarfélagsins ykkar til að fá upplýsingar um stöðu ykkar.
Hægt er að semja við Fræðslumiðstöðina um hagstæð greiðslukjör.
Deila