Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sundnámskeið á Hólmavík

Þriðjudaginn 24. nóvember hefst sundnámskeið á Hólmavík á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.  Þetta er í fyrsta skipti sem miðstöðin stendur fyrir slíku námskeiði á Hólmavík og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. 

Á námskeiðinu verður byrjað frá grunni og undirstöðuatriði sundaðferða kynnt. Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að bæta sundkunnáttuna. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái tökum á grunnatriðum sundsins, geti synt tæknilega rétt og nýtt sér sund til heilsuræktar og ánægju.

Áherslan verður á rólegar tækniæfingar þar sem undirstöðuatriði eru kennd með markvissum hætti. Lögð verður áhersla á persónuleg kennslu þar sem hverjum og einum er leiðbeint í litlum hóp. Engir tveir einstaklingar er eins og því geta áhersluæfingar verið mismunandi.

Kennari á námskeiðinu er Sverrir Guðmundsson íþróttakennari. Kennt verður í fjögur skipti, þriðjudaga og fimmtudaga aðra hverju viku kl. 18-19. Námskeiðið hefst eins og áður sagði 24. nóvember n.k. og kostar 6.500 kr. Tekið er við skráningum hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar undir flipanum Námskeið eða hjá Ingibjörgu Benediktsdóttur starfsmanni Fræðslumiðstöðvarinnar á Hólmavík í síma 451 0080.

Þess má geta að fyrirhugað er að í framhaldinu verði skriðsundsnámskeið eftir áramót og gott er að hafa undirstöðuatriði á hreinu áður en haldið er af stað á slíkt námskeið.

Deila