Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Styrkur stofn með margar rætur ? mannauðurinn og menningarleg fjölbreytni

11. október 2012
imageFyrsti fyrirlesturinn í röð um mannauðinn og menningarlega fjölbreytni verður fimmtudaginn 18. október kl. 17 ?18. Þá fluttur Ingibjörg Daníelsdóttir frá Rótum ? félagi áhugafólks um menningarfjölbreytni, fyrirlestur sem hún kallar Styrkur stofn með margar rætur.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð fyrirlestra, sem Rætur og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast fyrir í vetur. Fyrirlestrarnir verða bæði um nokkrar þær þjóðir sem byggja Vestfirði og almennt um viðfangsefnið. Markmið með þessari fyrirlestraröð er að kynna fjölbreytileikann, gefa sýn á uppruna, menningu og hefðir nokkurra þeirra þjóða sem hér búa og auka þannig skilning og samheldni í samfélaginu. Fyrirlestrunum er einnig ætlað að hjálpa til við að kalla fram möguleika á að nýta þessa fjölbreytni, svo sem í viðskiptum og ferðaþjónustu. Fyrirlestrarnir verða á íslensku og sendir út í fjarfundi.
Fyrirlestrarnir verða þriðja fimmtudagur í mánuði kl. 17:00 - 18:00.
Verð: 1.000 kr. fyrir hvert skipti.

Undanfarna tvo vetur hefur Fræðslumiðstöðin staðið fyrir fyrirlestrum með sama sniði.
Veturinn 2010-2011 var menningararfurinn til umfjöllunar og veturinn 2011-2012 var það náttúran.
Deila