Stuðningsfulltrúar útskrifast
Fimmtudaginn 20. maí voru 11 vaskar konur útskrifaðar úr starfsnámi fyrir stuðningsfulltrúa - gunnnámi. Um er að ræða 160 kennslustunda nám sem hófst um miðjan mars.
Starfsnám fyrir stuðningsfulltrúa er einkum hugsað fyrir starfsmenn í þjónustu við fatlaða, aldraða eða sjúka. Markmiðið með náminu er að auka færni og þekkingu fólks á aðstæðum og þörfum fatlaðra með það fyrir augum að auka lífsgæði þeirra. Námið snertir fjölbreytta fleti sálar-, félags- og uppeldisfræði.
Námið var á vegum Starfsmenntar og kennt í gegnum fjarfundabúnað. Í haust verður boðið upp á framhald, en það eru 80 kennslustundir og hefst í október.
Deila
Starfsnám fyrir stuðningsfulltrúa er einkum hugsað fyrir starfsmenn í þjónustu við fatlaða, aldraða eða sjúka. Markmiðið með náminu er að auka færni og þekkingu fólks á aðstæðum og þörfum fatlaðra með það fyrir augum að auka lífsgæði þeirra. Námið snertir fjölbreytta fleti sálar-, félags- og uppeldisfræði.
Námið var á vegum Starfsmenntar og kennt í gegnum fjarfundabúnað. Í haust verður boðið upp á framhald, en það eru 80 kennslustundir og hefst í október.