Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Stór hópur lýkur fiskvinnslunámskeið í Bolungarvík

Föstudaginn 30. mars útskrifaðist hátt í 30 manna hópur frá fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík úr grunnnámi fyrir fiskvinnslufólk. Um er að ræða 60 kennslustunda nám sem hópurinn hefur lagt stund á seinni hlutann í mars. Kennt var í safnaðarheimilinu í Bolungarvík. Aðalkennari á námskeiðinu var Nanna Bára Maríasdóttir settur skólastjóri Fisktækniskóla Íslands en aðrir kennarar komu hér af svæðinu. Flestir þátttakendurnir voru pólskumælanda og sá Barbara Gunnlaugsson um að túlka.

Á námskeiðinu kennir ýmissa grasa. Meðal þeirra þátta sem fjallað var um eru öryggi á vinnustöðum, skyndihjálp, innra eftirlit, hreinlæti, vinnuaðstaða, samskipti á vinnustað, atvinnulífið og launakerfið, fjölmenning og gæðastjórnun.
Deila