Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Stjórnun - fræðandi námskeiðslok

Miðvikudaginn 16. mars s.l. lauk námsáfanganum Stjórnun, sem er einn af námsþáttum meistaranámsins, sem er nú er í gangi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Lokakvöldið gerðu nemendur grein fyrir mannauðsstjórnum hjá tveimur stórum fyrirtækjum, sem þeir kynntu sér sem lokaverkefni áfangans. Var kynningin bæði fróðleg og skemmtileg og greinilegt að nemendur höfðu lagt metnað sinn í að nálgast efnið á faglegan hátt. Til hátíðabrigða var slegið smá pizzuveisla og gestum boðið að hlýða á erindin.

Meistaranámið hefur verið kennt hjá Fræðslumiðstöðinni í vetur. Það er kennt í samvinnu við Meistaraskóla Tækniskóla Íslands og undir hans faglegu stjórn. Kenndir eru 9 áfangar og eru það allir áfangar sem sameiginlegir eru öllum iðngreinum. Í flestum iðngreinum þarf að ljúka fleiri áföngum til að fá iðnmeistararéttindi. Misjafnt er eftir iðngreinum hve mörgun áfangum þarf til að ljúka meistaranáminu.

Þau sem eru í meistaranáminu hafa öll lokið sveinsprófi og fóru flest í gegn um raunfærnimat hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi námsmaður kenndi stjórnunina. Hann kenndi auk þess tvo áfanga fyrir áramót. Auk Halldórs kenna þau Heiðrún Tryggvadóttir, Una Þóra Magnúsdóttir, Ólafur Jens Sigurðsson og Þröstur Jóhannesson í meistaranáminu.

Meðfylgjandi myndir eru frá kynningunni.
image
image
image
image
Deila