Stiklur - námskeið fyrir kennara og aðra sem áhuga hafa á fullorðinsfræðslu
Fræðslumiðstöð Vestfjarða leggur áherslu á að bjóða á hverju ári upp á námskeið fyrir kennara sína, starfsfólk og aðra sem áhuga hafa á fullorðinsfræðslu. Þessi námskeið hafa gjarnan verið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem þróað hefur fjölþætt kennslufræðinámskeið sem ganga undir heitinu Stiklur.
Stiklunámskeiðin eru hugsuð fyrir breiðan hóp fólks sem sinnir fullorðinsfræðslu og vill skerpa gæðin í fræðslustarfinu. Þau henta kennurum, leiðbeinendum, náms- og starfsráðgjöfum, starfsmönnum og stjórnendum við símenntunarstofnanir. Einnig geta þau hentað þeim sem sinna almennri mannauðsstjórnun innan fyrirtækja og stofnana og öðrum sem vinna að almennri uppbyggingu og eflingu fullorðinna.
Dagana 21. og 22. ágúst 2012 verður boðið upp á Stiklur 1, 2 og 3 en þó sem eitt samfellt námskeið. Viðfangsefnin eru eftirfarandi:
Stiklur 1. Fræðslustarfsmaðurinn og kröfurnar í nútíma samfélagi
Fjallað er um gæðakröfur sem gerðar eru til kennara í fullorðinsfræðslu og aðferðir sem þeir geta beitt til að efla sig í starfi og koma sem best til móts við kröfur og þarfir fullorðinna nemenda og samfélags nútímans. EQF viðmið Evrópusambandsins og lykilhæfniþættir nútíma samfélags settir í samhengi við hlutverk kennara og annarra sem koma að fræðslunni.
Stiklur 2. Fullorðnir nemendur og forsendur þeirra
Fjallað um einkenni og forsendur fullorðinna nemenda, mismunandi námsnálgun og aðferðir. Kennsla og nám. Hlutverk leiðbeinenda og nemenda í fullorðinsfræðslu.
Stiklur 3. Undirbúningur, skipulag og hönnun náms fyrir fullorðna
Fjallað um vinnuaðferðir við að undirbúa og skipuleggja nám/námskeið. EQF viðmið Evrópusambandsins og lykilhæfniþættir nútíma samfélags settir í samhengi við undirbúning og hönnun fræðslu. Hönnunarmódel og æfingar.
Námskeiðið fer fram í húsakynnum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða að Suðurgötu 12, Ísafirði. Kennt verður þriðjudaginn 21. ágúst kl. 10:00-16:00 og miðvikudaginn 22. ágúst kl. 9:00-16:00. Kennarar á námskeiðinu eru Sigrún Jóhannesdóttir og Guðmunda Kristinsdóttir eða Jórunn Magnúsdóttir, en þær starfa allar hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Námskeiðið er í boði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og þátttakendum að kostnaðarlausu. Með því vill Fræðslumiðstöðin leggja sitt af mörkum við að efla þekkingu og gæði í fullorðinsfræðslu hér á svæðinu. Það er von miðstöðvarinnar að sem flestir sem áhuga hafa á fullorðinsfræðslu geti nýtt sér þetta tækifæri
Þótt námskeiðið sé frítt er nauðsynlegt að skrá sig. Tekið er við skráningum á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is.
Deila
Stiklunámskeiðin eru hugsuð fyrir breiðan hóp fólks sem sinnir fullorðinsfræðslu og vill skerpa gæðin í fræðslustarfinu. Þau henta kennurum, leiðbeinendum, náms- og starfsráðgjöfum, starfsmönnum og stjórnendum við símenntunarstofnanir. Einnig geta þau hentað þeim sem sinna almennri mannauðsstjórnun innan fyrirtækja og stofnana og öðrum sem vinna að almennri uppbyggingu og eflingu fullorðinna.
Dagana 21. og 22. ágúst 2012 verður boðið upp á Stiklur 1, 2 og 3 en þó sem eitt samfellt námskeið. Viðfangsefnin eru eftirfarandi:
Stiklur 1. Fræðslustarfsmaðurinn og kröfurnar í nútíma samfélagi
Fjallað er um gæðakröfur sem gerðar eru til kennara í fullorðinsfræðslu og aðferðir sem þeir geta beitt til að efla sig í starfi og koma sem best til móts við kröfur og þarfir fullorðinna nemenda og samfélags nútímans. EQF viðmið Evrópusambandsins og lykilhæfniþættir nútíma samfélags settir í samhengi við hlutverk kennara og annarra sem koma að fræðslunni.
Stiklur 2. Fullorðnir nemendur og forsendur þeirra
Fjallað um einkenni og forsendur fullorðinna nemenda, mismunandi námsnálgun og aðferðir. Kennsla og nám. Hlutverk leiðbeinenda og nemenda í fullorðinsfræðslu.
Stiklur 3. Undirbúningur, skipulag og hönnun náms fyrir fullorðna
Fjallað um vinnuaðferðir við að undirbúa og skipuleggja nám/námskeið. EQF viðmið Evrópusambandsins og lykilhæfniþættir nútíma samfélags settir í samhengi við undirbúning og hönnun fræðslu. Hönnunarmódel og æfingar.
Námskeiðið fer fram í húsakynnum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða að Suðurgötu 12, Ísafirði. Kennt verður þriðjudaginn 21. ágúst kl. 10:00-16:00 og miðvikudaginn 22. ágúst kl. 9:00-16:00. Kennarar á námskeiðinu eru Sigrún Jóhannesdóttir og Guðmunda Kristinsdóttir eða Jórunn Magnúsdóttir, en þær starfa allar hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Námskeiðið er í boði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og þátttakendum að kostnaðarlausu. Með því vill Fræðslumiðstöðin leggja sitt af mörkum við að efla þekkingu og gæði í fullorðinsfræðslu hér á svæðinu. Það er von miðstöðvarinnar að sem flestir sem áhuga hafa á fullorðinsfræðslu geti nýtt sér þetta tækifæri
Þótt námskeiðið sé frítt er nauðsynlegt að skrá sig. Tekið er við skráningum á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is.