Stiklur - frítt námskeið um kennslufræði fullorðinna
Þriðjudaginn 28. apríl og miðvikudaginn 29. apríl, kl. 12:30-17:00 sendur Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir sjálfstæðu framhaldi af Stiklunámskeiði sem haldið var í nóvember 2008. Nýir þátttakendur velkomnir.
Námskeiðið er í boði Fræðslumiðstöðvarinnar og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta.
28. apríl Nemandinn og forsendur hans
Fjallað verður um fullorðna nemendur og forsendur þeirra, farið í einkenni fullorðinna nemenda, mismunandi námsnálgun og aðferðir.
29. apríl Glærur, hljóðglærur og hljóðupptökur
Fjallað verður um forrit fyrir glærugerð, hljóðglærugerð og hljóðritanir til að birta á Netinu og spila í tónhlöðum. Glærugerð verður æfð með hliðsjón af aðferðinni ?fá orð og fínar myndir? og æfður frágangur þeirra á vefinn. Einnig verður æfð hljóðritun og frágangur hljóðskráa fyrir Netið og tónhlöður. Kynnt forrit fyrir myndskeiðavinnslu, hljóðvinnslu, glærugerð og framsetningu á vefsíðu.
Námskeiðið er ætlað breiðum hópi sem sinnir fullorðinsfræðslu svo sem kennurum og leiðbeinendum sem vinna við símenntunarstofnanir, háskólakennurum, þeim sem sinna almennri mannauðsstjórnun innan fyrirtækja og stofnana og öðrum sem vinna að almennri uppbyggingu og eflingu fullorðinna.
Mögulegt er að taka aðeins annan námshlutann en þá er mikilvægt að taka það fram við skráningu.
Haldið í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Skráning er á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða www.frmst.is eða í síma 456 5025.
Deila
Námskeiðið er í boði Fræðslumiðstöðvarinnar og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta.
28. apríl Nemandinn og forsendur hans
Fjallað verður um fullorðna nemendur og forsendur þeirra, farið í einkenni fullorðinna nemenda, mismunandi námsnálgun og aðferðir.
29. apríl Glærur, hljóðglærur og hljóðupptökur
Fjallað verður um forrit fyrir glærugerð, hljóðglærugerð og hljóðritanir til að birta á Netinu og spila í tónhlöðum. Glærugerð verður æfð með hliðsjón af aðferðinni ?fá orð og fínar myndir? og æfður frágangur þeirra á vefinn. Einnig verður æfð hljóðritun og frágangur hljóðskráa fyrir Netið og tónhlöður. Kynnt forrit fyrir myndskeiðavinnslu, hljóðvinnslu, glærugerð og framsetningu á vefsíðu.
Námskeiðið er ætlað breiðum hópi sem sinnir fullorðinsfræðslu svo sem kennurum og leiðbeinendum sem vinna við símenntunarstofnanir, háskólakennurum, þeim sem sinna almennri mannauðsstjórnun innan fyrirtækja og stofnana og öðrum sem vinna að almennri uppbyggingu og eflingu fullorðinna.
Mögulegt er að taka aðeins annan námshlutann en þá er mikilvægt að taka það fram við skráningu.
Haldið í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Skráning er á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða www.frmst.is eða í síma 456 5025.