Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Starfsnám stuðningsfulltrúa - grunnnám

Starfsnám fyrir stuðningsfulltrúa er ætlað starfsmönnum í þjónustu við fatlaða, aldraða eða sjúka. Markmiðið með náminu er að auka færni og þekkingu fólks á aðstæðum og þörfum fatlaðra með það fyrir augum að auka lífsgæði þeirra. Námið snertir fjölbreytta fleti sálar,- félags- og uppeldisfræði og er grunn- og framhaldsnámið metið til eininga í félagsliðabrú. Taka verður grunnnámið áður en framhaldsnámið er stundað.

Starfsnám stuðningsfulltrúa ? grunnnám (160 kst) FJARNÁM á Vestfjörðum
Námskeiðið hefst 1. september.

Skráning hjá Starfsmennt, www.smennt.is eða í síma 525 8395.

Markmiðið með grunnámi stuðningsfulltrúa er að fræða nemendur um líf og aðstæður fatlaðra og efla fagmennsku þeirra og færni í starfi. Þeir námsþættir sem kenndir eru í grunnnáminu eru 27 talsins og verður að taka þá alla ef ljúka á náminu. Námið stendur yfir í 8 vikur, frá 1. september til 12. desember og fer kennsla fram alla morgna, aðra hverja viku. Námskeiðið er kennt í Reykjavík og má nálgast stundatöflu og námsvísi á heimasíðu Starfsmenntar.

Námsþættir grunnnáms:
Atvinna með stuðningi
Áfallakenningar
Búseta
Endurmenntun og fullorðinsfræðsla
Erfðafræði og helstu flokkar fötlunar
Félagssálfræði
Frístundir
Greining og mat
Hugmyndafræði fötlunar
Kynning og samvinna
Lyfjafræði
Lýðheilsa
Mál og tal
Málefni Barna- og unglingageðdeildar
Námstækni
Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir
Samstarf við fjölskylduna/samtalstækni
Samvinna og nám/tjáning
Siðfræði
Stjórnsýsla
Sýklavarnir
Tannvernd
Velferðarþjónusta
Viðhorf og virðing
Vinnumarkaðurinn
Þjónustuáætlanir
Þroskasálfræði

Námskeiðið hefst 1. sept.-12. des. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst
Umsjón:Framvegis, miðstöð um símenntun í Reykjavík. Kennslan fer fram í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarðar, Suðurgötu 12.
Deila