Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Starfsemi vetrarins hafin

Eftir gott sumarfrí er starfsfólk Fræðslumiðstöðvarinnar komið á fullt við að vinna að Námsvísi vetrarins. Eru komin drög að honum, en enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en hann kemst í prentun. Vonumst við til að hann geti farið í dreifingu fyrir mánaðamót.
Að venju eru endurmenntunarnámskeið fyrir grunnskólakennara á dagskrá hjá okkur í ágúst og hefst fyrsta námskeiðið á morgun, þriðjudaginn 12. ágúst. Fjallar það um jákvæð samskipti og verður fjarkennt til Patreksfjarðar.
Að öðru leyti gengur undirbúningur fyrir veturinn vel og nýja starfsfólkið búið að koma sér vel fyrir og allir tilbúnir fyrir góðan vetur.
Deila