Starfið á vormisseri að fara af stað - blöðungur fer í dreifingu
2.1.2013
Starfsemi vormisseris 2013 er að fara af stað hjá Fræðslumiðstöðinni.
Um helgina verður dreift blöðungi í hvert hús og fyrirtæki á norðanverðum Vestfjörðum með námi sem hefst nú í janúar og byrjun febrúar. Á næstunni verður samskonar blöðungum dreift á öðrum svæðum.
Meðal nýjunga má nefna viðbótarnám í vélstjórn fyrir þá sem lokið hafa námi í vélgæslu. Vélgæslunámið sem Fræðslumiðstöðin heldur reglulega veitir réttindi til að vera vélavörður á skipum undir 12 metrum og með vélarafl að 750 kW (rúmlega 1000 hö). Atvinnuskírteini kallast Smáskipavélavörður og er skammstafað SSV.
Viðbótarnámið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni, óháð lengd skipsins (skírteinið kallast Vélavörður, skammstafað VV) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteinið kallast einnig Vélavörður, en er skammstafað VVY). Þetta nám hefst með kynningarfundi miðvikudaginn 9. janúar. Skráning er ennþá opin.
Að lokum má geta þess að Björn Hafberg náms og starfsráðgjafi verður á norðursvæði Vestfjarða í næstu viku, 7. ? 11. janúar.
Deila
Starfsemi vormisseris 2013 er að fara af stað hjá Fræðslumiðstöðinni.
Um helgina verður dreift blöðungi í hvert hús og fyrirtæki á norðanverðum Vestfjörðum með námi sem hefst nú í janúar og byrjun febrúar. Á næstunni verður samskonar blöðungum dreift á öðrum svæðum.
Meðal nýjunga má nefna viðbótarnám í vélstjórn fyrir þá sem lokið hafa námi í vélgæslu. Vélgæslunámið sem Fræðslumiðstöðin heldur reglulega veitir réttindi til að vera vélavörður á skipum undir 12 metrum og með vélarafl að 750 kW (rúmlega 1000 hö). Atvinnuskírteini kallast Smáskipavélavörður og er skammstafað SSV.
Viðbótarnámið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni, óháð lengd skipsins (skírteinið kallast Vélavörður, skammstafað VV) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteinið kallast einnig Vélavörður, en er skammstafað VVY). Þetta nám hefst með kynningarfundi miðvikudaginn 9. janúar. Skráning er ennþá opin.
Að lokum má geta þess að Björn Hafberg náms og starfsráðgjafi verður á norðursvæði Vestfjarða í næstu viku, 7. ? 11. janúar.