Smiðja á Bíldudal
5.5.2013
Á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Vinnumálastofnundar er nú rekin smiðja í hönnun og handverki á Bíldudal. Smiðjuna sitja 15 manns frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal.
Þátttakendur í smiðjunni voru á Ísafirði og Bolungarvík fimmtudaginn og föstudaginn 2. og 3. maí. Þar voru hittu þeir hönnuði og frumkvöðla á ýmsum sviðum og kynntu sér starfsemi þeirra.
Aðalþema smiðjunnar á Bíldudal eru aðalbláber. Samsvarandi smiðja var haldin fyrir skömmu á Ísafirði og aðalþema þeirra smiðju voru lífverur sjávar, einkum skatan.
Smiðja í handverki og hönnun er 120 kennslustunda nám (80 klukkustundir), þar sem þátttakendur kynnast hönnunarferli af eigin raun og hvað þurfi til að þróa hugmyndir og koma þeim í nothæfan búning. Smiðja í hönnun og handverki er ein af vottuðum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er nú í tilraunakennslu.
Umsjón með náminu hefur Elísabet Gunnarsdóttir, sem skrifaði einmitt námsskrána fyrir smiðjuna. Henni til aðstoðar er Ólöf Björk Oddsdóttir glerlistakona.
Myndirnar með þessari frétt voru teknar í heimsókninni á norðanverðum Vestfjörðum.
Deila
Á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Vinnumálastofnundar er nú rekin smiðja í hönnun og handverki á Bíldudal. Smiðjuna sitja 15 manns frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal.
Þátttakendur í smiðjunni voru á Ísafirði og Bolungarvík fimmtudaginn og föstudaginn 2. og 3. maí. Þar voru hittu þeir hönnuði og frumkvöðla á ýmsum sviðum og kynntu sér starfsemi þeirra.
Aðalþema smiðjunnar á Bíldudal eru aðalbláber. Samsvarandi smiðja var haldin fyrir skömmu á Ísafirði og aðalþema þeirra smiðju voru lífverur sjávar, einkum skatan.
Smiðja í handverki og hönnun er 120 kennslustunda nám (80 klukkustundir), þar sem þátttakendur kynnast hönnunarferli af eigin raun og hvað þurfi til að þróa hugmyndir og koma þeim í nothæfan búning. Smiðja í hönnun og handverki er ein af vottuðum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er nú í tilraunakennslu.
Umsjón með náminu hefur Elísabet Gunnarsdóttir, sem skrifaði einmitt námsskrána fyrir smiðjuna. Henni til aðstoðar er Ólöf Björk Oddsdóttir glerlistakona.
Myndirnar með þessari frétt voru teknar í heimsókninni á norðanverðum Vestfjörðum.