Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Smáskipanámskeið frestast til 14. febrúar

Smáskipanámskeið sem hefjast átti hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða fimmtudaginn 31. janúar frestast um tvær vikur og er áætað að hefjist 14. febrúar. Smáskipanámskeiðin hafa í gegnum tíðina verið með vinsælustu námskeiðum Fræðslumiðstöðvarinnar og eitt af fáum námskeiðum þar sem meiri hluti þátttakenda eru karlmenn.

Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans.

Náminu lýkur með bóklegu prófi og verður sú nýbreyttni tekin upp að í stað eins lokaprófs verður prófað úr hverjum námsþætti fyrir sig þegar kennslu í honum lýkur.

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20-22 og einhverja laugardaga fyrir hádegi.
Deila