Smáskipanám - alltaf jafn vinsælt
Þriðjudaginn 31. janúar kl. 20:00 verður kynning á smáskipanámi sem fyrirhugað er að hefjist hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í febrúar. Smáskipanám er það sem áður var kallað pungapróf og hefur það alltaf notið mikilla vinsælda hjá Fræðslumiðstöðinni.
Smáskipanámið er 105 kennslustunda námskeið sem lýkur með prófi. Námið veitir rétt til að fá útgefið skírteini sem skipstjóri/stýrimaður á skipum styttri en 12 metrar að skráningarlengd í strandsiglingum, eftir 12 mánaða siglingatíma (smáskipaskírteini).
Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er samkvæmt reglugerð: Siglingafræði og samlíkir, siglingareglur og vélfræði, siglinga- og fiskileitartæki, sjóhæfni, veðurfræði og öryggismál. Þeir sem ljúka smáskipaprófi geta tekið verklegt próf og öðlast þar með einnig skemmtibátaréttindi á 24 metra skemmtibáta. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans.
Á kynningunni verður farið nánar yfir fyrirkomulag námsins og kennslustími ákveðinn. Kynningin er öllum opin og eru áhugasamir hvattir til að mæta. Verð fyrir námið er 117.000 kr. en kynningin er að sjálfsögðu frí og án skuldbindinga. Rétt er að vekja athygli á því að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í námi með því að gendurgreiða hluta þátttökugjalda.
Frá smáskipanámi á Ísafirði vorið 2011.
Deila
Smáskipanámið er 105 kennslustunda námskeið sem lýkur með prófi. Námið veitir rétt til að fá útgefið skírteini sem skipstjóri/stýrimaður á skipum styttri en 12 metrar að skráningarlengd í strandsiglingum, eftir 12 mánaða siglingatíma (smáskipaskírteini).
Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er samkvæmt reglugerð: Siglingafræði og samlíkir, siglingareglur og vélfræði, siglinga- og fiskileitartæki, sjóhæfni, veðurfræði og öryggismál. Þeir sem ljúka smáskipaprófi geta tekið verklegt próf og öðlast þar með einnig skemmtibátaréttindi á 24 metra skemmtibáta. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans.
Á kynningunni verður farið nánar yfir fyrirkomulag námsins og kennslustími ákveðinn. Kynningin er öllum opin og eru áhugasamir hvattir til að mæta. Verð fyrir námið er 117.000 kr. en kynningin er að sjálfsögðu frí og án skuldbindinga. Rétt er að vekja athygli á því að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í námi með því að gendurgreiða hluta þátttökugjalda.
Frá smáskipanámi á Ísafirði vorið 2011.