Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Smári lætur af störfum

Smári og samstarfsfólkið. Eva Dögg á skjánum.
Smári og samstarfsfólkið. Eva Dögg á skjánum.
1 af 4

Smári Haraldsson forstöðumaður vann sinn síðasta dag hjá Fræðslumiðstöðinni í gær, þriðjudaginn 28. febrúar. Hann lætur nú af störfum eftir tæplega 16 ár.

Samstarfsfólk kvaddi sinn gamla yfirmann með góðum gjöfum, fögrum orðum og ómældu knúsi. Valið á gjöfunum sýndu að fólkið þekkir allar langanir og þrár yfirmanns síns. Þau gáfu honum bókina Jón lærði og náttúrur náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson, en þessi bók var einmitt efst á óskalista Smára. Þá gáfu þau honum vinkil, tommustokk og tréblýant til að auðvelda honum viðhald og tómstundastarf, en Smári hefur oft kvartað sálega yfir því að hann mældi vitlaust og sagaði skakkt. Ennfremur fékk hann sérlega haganlega gerða bjórdós sem ekkert klikk heyrist í þegar hún er opnuð, þannig að Helga hans heyrir ekki þegar hann fær sér bjórinn. Bjórnum fylgdi súkkulaðistykki sem þau sögðu að væri aðeins fyrir Helgu þar sem þau fullyrtu að Smári segðist vera hættur að borða sætindi. Smári kannaðist reyndar ekkert við það. Til að kóróna þetta allt fylgdi gjöfinni svo fallegur blómvöndur.

Eftir að Smári hafði tekið við gjöfunum var honum boðið í kaffi þar sem fram voru bornar brauðsnittur og alvöru rjómaterta eins og í veislunum hjá Maríu Maack norður í Grunnavík fyrir 60 árum.

Deila