Skrifstofuskólinn hefst í október
Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á Skrifstofuskólann nú í vetur en það er nám sem kennt er samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið er 240 kennslustundir og einkum ætlað þeim sem vinna almenn skrifstofustörf eða hafa áhuga á að vinna slík störf. Námið getur einnig hentað þeim sem eru með lítinn rekstur.
Stefnt er að því að Skrifstofuskólinn fari af stað í október og ljúki næsta vor. Kennsla er utan hefðbundins vinnutíma, líklega tvö kvöld í viku. Meðal þeirra þátta sem teknir eru fyrir í náminu eru námstækni, sjálfsstyrking og samskipti, tölvu- og upplýsingaleikni, þjónusta, enska, verslunarreikningur og bókhald.
Fræðslumiðstöðin hefur boðið upp á nokkrar námsskár frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins undanfarin ár, til dæmis bæði Grunnmenntaskóla og almennar bóklegar greinar. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem boði er upp á Skrifstofuskólann hjá Fræðslumiðstöðinni en námið hefur notið nokkurra vinsælda hjá símenntunarmiðstöðvum annars staðar á landinu. Það er því von Fræðslumiðstöðvarinnar að því verði einnig vel tekið hér á svæðinu.
Skrifstofuskólinn , ásamt öðrum námsskrám vetrarins, verður kynntur nánar á kynningarfundi nú í september en dagsetning hans verður auglýst síðar. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Fræðslumiðstöðina til að fá nánari upplýsingar. Einnig er hægt að skoða námsskrána á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is.
Deila
Stefnt er að því að Skrifstofuskólinn fari af stað í október og ljúki næsta vor. Kennsla er utan hefðbundins vinnutíma, líklega tvö kvöld í viku. Meðal þeirra þátta sem teknir eru fyrir í náminu eru námstækni, sjálfsstyrking og samskipti, tölvu- og upplýsingaleikni, þjónusta, enska, verslunarreikningur og bókhald.
Fræðslumiðstöðin hefur boðið upp á nokkrar námsskár frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins undanfarin ár, til dæmis bæði Grunnmenntaskóla og almennar bóklegar greinar. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem boði er upp á Skrifstofuskólann hjá Fræðslumiðstöðinni en námið hefur notið nokkurra vinsælda hjá símenntunarmiðstöðvum annars staðar á landinu. Það er því von Fræðslumiðstöðvarinnar að því verði einnig vel tekið hér á svæðinu.
Skrifstofuskólinn , ásamt öðrum námsskrám vetrarins, verður kynntur nánar á kynningarfundi nú í september en dagsetning hans verður auglýst síðar. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Fræðslumiðstöðina til að fá nánari upplýsingar. Einnig er hægt að skoða námsskrána á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is.