Skrautskriftarnámskeiði frestað fram í mars
Námskeiði í skrautskrift sem vera átti nú í lok nóvember hefur verið frestað þar til eftir áramótin. Ný dagsetning hefur verið ákveðin 12. og 13. mars.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Jens Kr. Guðmundsson sem hefur áralanga reynslu á þessu sviði. Á námskeiðinu verður kennt og þjálfað gotneskt letur og ítölsk skrift ásamt gerð upphafsstafa.
Jens fullyrðir að ekki skipti máli hversu góða rithönd fólk hafi fyrir, í skrautskriftinni sé verið að þjálfa aðrar hreyfingar og allir geti náð tökum á henni með æfingunni.
Deila
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Jens Kr. Guðmundsson sem hefur áralanga reynslu á þessu sviði. Á námskeiðinu verður kennt og þjálfað gotneskt letur og ítölsk skrift ásamt gerð upphafsstafa.
Jens fullyrðir að ekki skipti máli hversu góða rithönd fólk hafi fyrir, í skrautskriftinni sé verið að þjálfa aðrar hreyfingar og allir geti náð tökum á henni með æfingunni.