Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skotvopnanámskeið og námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn

Fræðslumiðstöðin á í góðu samstarfi við ýmsa aðila sem fá aðstöðu og eftir atvikum aðstoð hjá miðstöðinni fyrir sín námskeið. Tvö slík námskeið eru á döfinni á ágúst sem Fræðslumiðstöðin vill vekja athygli á.

Dagana 19.-20. ágúst fyrirhugar Umhverfisstofun að vera með skotvopnanámskeið á Ísafirði. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Bókleg kennsla fer fram föstudag 19. ágúst kl 18:00-22:00 og haldið áfram daginn eftir frá um 9:00-13:00. Eftir hádegi laugardaginn 20. ágúst er verkleg undirstöðuþjálfun á skotsvæðinu í Dagverðardal. Próf er tekið að loknum fyrirlestri á námskeiðinu áður en verkleg þjálfun hefst. Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör. Mælt er með að nemendur lesi „Skotvopnabókina“ áður en námskeiðið hefst. Bókin fæst í bókabúðum.

Nánari upplýsingar m.a. um skil á gögnum til lögreglu sem og skráning á námskeið má finna á vef Umhverfisstofnunar

Vinnueftirlitið heldur námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á Patreksfirði hjá Þekkingarsetrinu Skor, Aðalstræti 53, dagana 22. og 23. ágúst 2016. Og á Ísafirði, Suðurgötu 12 dagana 24. og 25. ágúst 2016.  Námskeiðið stendur yfir í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00. Námskeiðsgjald er krónur 40.500 sem greiðist af atvinnurekanda sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Skráning fer fram á slóðinni: http://skraning.ver.is, eða í síma 550 4600 fyrir 18. ágúst nk. Einnig má hafa samband beint við Guðmund Þór á netfangið gts@ver.is.

Deila