Sjötta helgarlotan í svæðisleiðsögn um Vestfirði og Dali
19. janúar 2011
Um síðustu helgi var haldin sjötta helgarlotan í svæðisleiðsögn um Vestfirði og Dali og fór hún fram á Laugum í Sælingsdal. Fræðst var um Dalina og farið í vettvangsferð um Fellströnd og Skarðsströnd, auk kennslu í ferðaþjónustu og tungumálanotkun.
Nám í svæðisleiðsögn um Vestfirði og Dali hófst á vorönn 2010 og nú er þriðja og síðasta önnin hafin. Þátttakendur eru 30 og stefna þeir á að ljúki námi með munnlegu prófi á vettvangi, sem fram fer í apríl. Fram að því eru eftir tvær helgarlotur, auk fjarnáms og verkefnavinnu sem fram fer á milli helgarlotanna. Er þetta í þriðja sinn sem Fræðslumiðstöðin stendur fyrir námi í svæðisleiðsögn, en síðast var boðið upp á það veturinn 2004-2005.
Deila
Um síðustu helgi var haldin sjötta helgarlotan í svæðisleiðsögn um Vestfirði og Dali og fór hún fram á Laugum í Sælingsdal. Fræðst var um Dalina og farið í vettvangsferð um Fellströnd og Skarðsströnd, auk kennslu í ferðaþjónustu og tungumálanotkun.
Nám í svæðisleiðsögn um Vestfirði og Dali hófst á vorönn 2010 og nú er þriðja og síðasta önnin hafin. Þátttakendur eru 30 og stefna þeir á að ljúki námi með munnlegu prófi á vettvangi, sem fram fer í apríl. Fram að því eru eftir tvær helgarlotur, auk fjarnáms og verkefnavinnu sem fram fer á milli helgarlotanna. Er þetta í þriðja sinn sem Fræðslumiðstöðin stendur fyrir námi í svæðisleiðsögn, en síðast var boðið upp á það veturinn 2004-2005.