Siðferði og starfshættir: Lærdómar af bankakreppu - fjarnámskeið frá EHÍ
Í tengslum við starf rannsóknarnefndar Alþingis var skipaður starfshópur sem hafði það hlutverk að meta hvort fall bankanna ætti sér orsakir í siðferði og starfsháttum.
Endurmenntun HÍ býður upp á námskeið þar sem kynntir verða helstu þættir skýrslunnar af tveimur skýrsluhöfundum þeim Salvöru Nordal og Vilhjálmi Árnasyni og verður sérstök áhersla lögð á það hvernig við sem einstaklingar og þjóð getum lært af liðnum atburðum.
Skýrsla starfshópsins er hluti af skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Í skýrslunni er fjallað um siðferði og starfshætti í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu en einnig um samfélagslega þætti eins og hlutverk fjölmiðla og háskólaborgara. Í skýrslu starfshópsins er fjallað um starfshætti og ábyrgð einstaklinga en ekki síður samfélagslega þætti sem sköpuðu skilyrði fyrir þau vinnubrögð sem voru viðhöfð.
Hægt er að taka þátt í námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Námskeiðið stendur yfir þriðjudaginn 20. og miðvikudaginn 21. apríl kl. 17:00-19:00 og kostar 4.800 kr.
Tekið er við skráningum hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5025 eða á netinu með því að smella hér.
Deila
Endurmenntun HÍ býður upp á námskeið þar sem kynntir verða helstu þættir skýrslunnar af tveimur skýrsluhöfundum þeim Salvöru Nordal og Vilhjálmi Árnasyni og verður sérstök áhersla lögð á það hvernig við sem einstaklingar og þjóð getum lært af liðnum atburðum.
Skýrsla starfshópsins er hluti af skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Í skýrslunni er fjallað um siðferði og starfshætti í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu en einnig um samfélagslega þætti eins og hlutverk fjölmiðla og háskólaborgara. Í skýrslu starfshópsins er fjallað um starfshætti og ábyrgð einstaklinga en ekki síður samfélagslega þætti sem sköpuðu skilyrði fyrir þau vinnubrögð sem voru viðhöfð.
Hægt er að taka þátt í námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Námskeiðið stendur yfir þriðjudaginn 20. og miðvikudaginn 21. apríl kl. 17:00-19:00 og kostar 4.800 kr.
Tekið er við skráningum hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5025 eða á netinu með því að smella hér.