Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sex þátttakendur af fimm þjóðernum á íslenskunámskeiði á Hólmavík

Í síðustu viku lauk 24 stunda íslenskunámskeiði fyrir útlendinga sem haldið var á Hólmavík. Er þetta í fyrsta sinn sem Fræðslumiðstöðin heldur slíkt námskeið á Ströndum.

Þátttakendur voru sex talsins af fimm þjóðernum. Þau sem sóttu námskeiðið eru búsett allt frá Kollafirði í suðri að Drangsnesi í norðri. Námsefnið var einstaklingsmiðað, enda um mörg tungumál og mismunandi bakgrunn að ræða. Það ríkti mikil ánægja í hópnum þegar útskriftin fór fram og var meðal annars boðið upp á pólskt góðgæti og rammíslenska sjónvarpsköku.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir íslenskukennari við Grunnskólann á Hólmavík leiðbeindi hópnum og hafa þátttakendur þegar óskað eftir framhaldi næsta haust.
Deila