Sápuilmur í Fræðslumiðstöð
Fræðslumiðstöðin ilmaði af sápum síðastliðinn laugardag þegar sjö konur fræddust um það hvernig búa á til sápu.
Kennari á námskeiðinu var Ólafur Árni Halldórsson sem undanfarið ár hefur haft sápugerð að atvinnu og má meðal annars sjá sápurnar hans í búðum sem leggja áherslu á íslenskar vörur fyrir ferðamenn.
Ólafur fór yfir efni, áhöld, aðferð og uppskriftir og kom með ýmsar góðar og gagnlegar ábendingar og ráð varðandi sápugerðina. Að námskeiðinu loknu gafst þátttakendur kostur á að verða sér út um hráefni til sápugerðar og miðað við áhugann má ætla að það verði sápur í einhverjum jólapökkum þetta árið.
Námskeiði tókst mjög vel og er vel til athugunar að bjóða upp á það aftur seinna ef áhugi er fyrir hendi.
Alls konar sápur voru til sýnis.
Efni og áhöld til sápugerðar.
Ólafur í sápugerð.
Deila
Kennari á námskeiðinu var Ólafur Árni Halldórsson sem undanfarið ár hefur haft sápugerð að atvinnu og má meðal annars sjá sápurnar hans í búðum sem leggja áherslu á íslenskar vörur fyrir ferðamenn.
Ólafur fór yfir efni, áhöld, aðferð og uppskriftir og kom með ýmsar góðar og gagnlegar ábendingar og ráð varðandi sápugerðina. Að námskeiðinu loknu gafst þátttakendur kostur á að verða sér út um hráefni til sápugerðar og miðað við áhugann má ætla að það verði sápur í einhverjum jólapökkum þetta árið.
Námskeiði tókst mjög vel og er vel til athugunar að bjóða upp á það aftur seinna ef áhugi er fyrir hendi.
Alls konar sápur voru til sýnis.
Efni og áhöld til sápugerðar.
Ólafur í sápugerð.