Réttur til atvinnuleysisbóta, vinnumarkaðsaðgerðir og rekstararerfiðleikar fyrirtækja
Verk Vest og Fos Vest bjóða upp á námskeið fyrir félagsmenn sem fjallar um réttinn til atvinnuleysisbóta, vinnumarkaðsaðgerðir og rekstrarerfiðleikar fyrirtækja.
Á námskeiðinu verður leitast við að gefa yfirsýn yfir þann hugmyndagrunn sem lög um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir byggja á og framkvæmd laganna. Leitað verður svara við spurningunum eins og:
Markmið námskeiðsins er að veita svör við algengum spurningum og álitaefnum sem koma upp hvað varðar rétt einstaklinga til atvinnuleysisbóta og vinnumarkaðsaðgerða, sem og vegna rekstrarerfiðleika og gjaldþrot fyrirtækja.
Námskeiðið verður haldið þann 6. apríl nk. í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði og stendur frá kl. 17:30 ? 21:00. Ætlunin er að tengjast þátttakendum á Hólmavík og Patreksfirði um fjarfundarbúnað. Kennarar á námskeiðinu koma frá ASÍ og Vinnumálastofnun.
Þátttaka er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 3.apríl í síma 456 5190 eða {encode="postur@verkvest.is" title="postur@verkvest.is "}
Deila
Á námskeiðinu verður leitast við að gefa yfirsýn yfir þann hugmyndagrunn sem lög um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir byggja á og framkvæmd laganna. Leitað verður svara við spurningunum eins og:
- Hver er hugmyndagrundvöllur laganna um atvinnuleysisbætur og vinnumarkaðsaðgerðir? Hvernig á að skrá sig atvinnulausan og hvenær?
- Hverjir eiga rétt á atvinnuleysisbótum?
- Hvernig eru atvinnuleysisbætur reiknaðar út?
- Hvernig reiknast hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli?
- Hvað þýðir virk atvinnuleit?
- Hver er lengd bótatímabils?
- Hvaða reglur gilda um atvinnuleysisbætur og atvinnuleit erlendis?
- Hverjir lenda á biðtíma eftir atvinnuleysisbótum?
- Hvaða reglur gilda um vinnumarkaðsúrræði?
- Hvað reglur gilda um nám samhliða greiðslu atvinnuleysisbóta?
- Hvaða reglur gilda um hópuppsagnir?
- Hver er réttarstaða launamanns við gjaldþrot?
Markmið námskeiðsins er að veita svör við algengum spurningum og álitaefnum sem koma upp hvað varðar rétt einstaklinga til atvinnuleysisbóta og vinnumarkaðsaðgerða, sem og vegna rekstrarerfiðleika og gjaldþrot fyrirtækja.
Námskeiðið verður haldið þann 6. apríl nk. í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði og stendur frá kl. 17:30 ? 21:00. Ætlunin er að tengjast þátttakendum á Hólmavík og Patreksfirði um fjarfundarbúnað. Kennarar á námskeiðinu koma frá ASÍ og Vinnumálastofnun.
Þátttaka er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 3.apríl í síma 456 5190 eða {encode="postur@verkvest.is" title="postur@verkvest.is "}