Raunfærnimat í skipstjórn
Fyrirhugað er að fara af stað með nám í skipstjórn á Ísafirði haustið 2014. Námið er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Tilraunaverkefnisins um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi, Menntaskólans á Ísafirði og fleiri aðila. Gert er ráð fyrir að námið, sem gefa á réttindi til skipstjórnar á 24 metra skipum, standi í 3 annir í dreifnámi og ljúki í desember 2015.
Námið er opið þeim sem hafa áhuga óháð því hvort viðkomandi hefur stundað sjómennsku eða ekki en þeir sem uppfylla skilyrði um 1125 lögskráningardaga til sjós og hafa náð 25 ára aldir stendur til boða svokallað raunfærnimat sem fækkað getur áföngum sem taka þarf í skólanámi.
Þeir sem hafa áhuga á að kanna með möguleika sína á raunfærnimati þurfa að láta vita af sér í síðasta lagi 15. maí, en kynningarfundur og fyrstu skref í matinu fara fram á vinnufundum sem haldnir verða sem hér segir.
Hólmavík Þróunarsetrið 23. maí, kl. 17-21.
Patreksfirði Þekkingarsetrið Skor 24. maí, kl. 13-17.
Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða 25. maí, kl. 13-17.
Nánari upplýsingar veittar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5033 og með tölvupósti bjornhafberg@hotmail.com
Sjá einnig heimasíðu frmst.is