Próf í smáskipanáminu
19. apríl 2012
Smáskipanámi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða lýkur nú í dag með því að14 þátttakendur gangast undir lokapróf. Prófað er í siglingafræði, stöðugleika og siglingareglum. Námskeið í vélgæslu er einnig hluti af náminu, auk þess sem þátttakendur fengu verklega kennslu og æfingu í meðferð tækja um borð í skipi út á sjó.
Smáskipanámið er 116 kennslustundir og hefur staðið undanfarnar vikur. Aðalkennari og umsjónarmaður með náminu er Guðbjörn Páll Sölvason, en auk hans komu að kennslu þeir Guðmundur Einarsson og Bjarni Viggósson.
Smáskipanámið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnaskólans, sem semur prófin og metur úrlausnir. Hefur samstarf Skipstjórnarskólann staðið alla tíð frá upphafi Fræðslumiðstöðvarinnar. Miðstöðin hefur af því mjög góða reynslu, enda hafa starfsmenn Skipstjórnarskólinn sýnt mikla samstarfslipurð og ósérhlífni við að aðstoða Fræðslumiðstöðina á allan hátt.
Fræðslumiðstöðin hefur auglýst skemmtibátapróf, sem haldið verður nú í maí. Til undirbúnings prófinu er boðið 26 kennslustunda námskeið. Tímasetning þessa verður auglýst síðar.
Meðfylgjandi myndir eru af þátttakendum þar sem þeir bíða eftir að fá afhent próf í fyrsta áfanganum á köldum en fögrum morgni sumardagsins fyrsta þann 19. apríl 2012.
Deila
Smáskipanámi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða lýkur nú í dag með því að14 þátttakendur gangast undir lokapróf. Prófað er í siglingafræði, stöðugleika og siglingareglum. Námskeið í vélgæslu er einnig hluti af náminu, auk þess sem þátttakendur fengu verklega kennslu og æfingu í meðferð tækja um borð í skipi út á sjó.
Smáskipanámið er 116 kennslustundir og hefur staðið undanfarnar vikur. Aðalkennari og umsjónarmaður með náminu er Guðbjörn Páll Sölvason, en auk hans komu að kennslu þeir Guðmundur Einarsson og Bjarni Viggósson.
Smáskipanámið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnaskólans, sem semur prófin og metur úrlausnir. Hefur samstarf Skipstjórnarskólann staðið alla tíð frá upphafi Fræðslumiðstöðvarinnar. Miðstöðin hefur af því mjög góða reynslu, enda hafa starfsmenn Skipstjórnarskólinn sýnt mikla samstarfslipurð og ósérhlífni við að aðstoða Fræðslumiðstöðina á allan hátt.
Fræðslumiðstöðin hefur auglýst skemmtibátapróf, sem haldið verður nú í maí. Til undirbúnings prófinu er boðið 26 kennslustunda námskeið. Tímasetning þessa verður auglýst síðar.
Meðfylgjandi myndir eru af þátttakendum þar sem þeir bíða eftir að fá afhent próf í fyrsta áfanganum á köldum en fögrum morgni sumardagsins fyrsta þann 19. apríl 2012.