Prjónað og heklað með pólskum leiðbeinanda
Það er ekki oft sem Fræðslumiðstöðin býður upp á tómstundanámskeið þar sem kennt er á öðrum tungumálum en íslensku en í næstu viku verður boðið upp á tvö námskeið með pólskum leiðbeinanda. Annars vegar prjónanámskeið og hins vegar námskeið í hekli. Á námskeiðunum verður farið í helstu grunnatriði sem þarf að kunna til að prjóna og hekla. Kennslan tekur þó mið af kunnáttu þátttakenda og geta bæði byrjendur og lengra komnir sótt námskeiðin.
Hvort námskeið eru tvö skipti, námskeið í hekli verður mánudag 7. og miðvikudag 9. apríl kl. 19-21 en prjónanámskeiðið verður þriðjudag 8. og fimmtudag 10. apríl kl. 19-21. Kennari er Monika Maria Figlarska.
Skráning á námskeiðin er hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar eða í síma 456 5025.