Nýtt fyrirkomulag á fjarnámskeiðum EHÍ
Undanfarið hefur Endurmenntun Háskóla Íslands verið í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar um að þær bjóði upp á ákveðin námskeið frá EHÍ í gegnum fjarfundabúnað. Nú hefur verið tekið upp það fyrirkomulag að EHÍ auglýsir ekki sérstaklega fjarnámskeið, hins vegar geta símenntunarmiðstöðvar óskað eftir að fá námskeið í gegnum fjarfundabúnað og EHÍ reynir þá að verða við því ef lágmarksþátttaka fæst.
Fræðslumiðstöðin hvetur fólk til þess að skoða hvaða námskeið eru í boði hjá EHÍ og hafa svo samband ef það sér eitthvað sem vekur áhuga. Meiri líkur eru á að hægt sé að fá námskeið ef fyrirvarinn er góður og aldrei minni en 10 dagar. Hægt er að skoða námskeiðaframboð EHÍ á www.endurmenntun.is
Þau námskeið sem aðrar símenntunarmiðstöðvar óska eftir að fá í fjarfund verða einnig auglýst hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Deila
Fræðslumiðstöðin hvetur fólk til þess að skoða hvaða námskeið eru í boði hjá EHÍ og hafa svo samband ef það sér eitthvað sem vekur áhuga. Meiri líkur eru á að hægt sé að fá námskeið ef fyrirvarinn er góður og aldrei minni en 10 dagar. Hægt er að skoða námskeiðaframboð EHÍ á www.endurmenntun.is
Þau námskeið sem aðrar símenntunarmiðstöðvar óska eftir að fá í fjarfund verða einnig auglýst hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.