Nýjungar hjá Fræðslumiðstöðinni
Í febrúar er boðið upp á nokkur námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem ekki hafa verið á dagskrá áður. Má þar fyrst nefna námskeið sem kennir á teikniforrit sem notuð eru í Fab Lab, en Fab Lab er stafræn smiðja staðsett í Menntaskólanum á Ísafirði og hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var tekin í notkun fyrir nokkrum vikum. Námskeiðið hefst mánudaginn 4. febrúar og eru aðeins örfá pláss laus.
Sífellt fleiri eiga spjaldtölvur og snjallsíma en eru kannski ekki að nýta alla kosti þessara tækja. Fræðslumiðstöðin býður upp á tvö námskeið, annars vegar fyrir þá sem eiga nota Iphone eða Ipad og hefst það þriðjudaginn 5. febrúar og og hins vegar fyrir þá sem nota tæki með Android stýrikerfinu en það hefst fimmtudaginn 14. febrúar.
Mánudaginn 4. febrúar fer af stað smiðja í hönnun og handverki. Þar er um að ræða 120 kennslustunda nám ætlað þeim sem vilja kynnast af eigin raun hvað þarf til að þróa nýjar hugmyndir og koma þeim í nothæfan búning. Kennt verður á hverjum degi, fyrri hluta dags í fjórar vikur. Námið hentar því vel þeim sem ekki eru bundnir í vinnu á dagtíma.
Ein nýjungin enn er námskeið í flugmódelsmíði. Það námskeið er bæði í boði á Ísafirði þar sem gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist 5. febrúar og á Patreksfirði þar sem námskeiðið hefst laugardaginn 9. febrúar.
Þá má nefna leshóp um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar sem er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvarinnar og Rauða krossins. Þar er gert ráð fyrir að hittast einu sinni í viku og lesa og ræða söguna í góðum hópi. Fyrsta samveran er miðvikudaginn 6. febrúar og er þátttaka frí.
Laugardaginn 9. febrúar verður svo tekist á við sykurfíknina á námskeiði með Guðrúnu Bergmann. Guðrún hefur haldið fjölda námskeiða um hollustu og lífsstíl og er án efa spennandi að heyra hvað hún hefur fram að færa.
Auk þeirra námskeiða sem hér hafa verið nefnd er mörg önnur námskeið auglýst í fyrri hluta febrúarmánaðar; tölvunámskeið fyrir byrjendur og einnig tölvunámskeið kennt á pólsku, íslenska fyrir útlendinga, smáskipanám, enska með áherslu á talþjálfun, gerð styrkumsókna, vefnaður, bókfærsla, excel og fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Deila
Sífellt fleiri eiga spjaldtölvur og snjallsíma en eru kannski ekki að nýta alla kosti þessara tækja. Fræðslumiðstöðin býður upp á tvö námskeið, annars vegar fyrir þá sem eiga nota Iphone eða Ipad og hefst það þriðjudaginn 5. febrúar og og hins vegar fyrir þá sem nota tæki með Android stýrikerfinu en það hefst fimmtudaginn 14. febrúar.
Mánudaginn 4. febrúar fer af stað smiðja í hönnun og handverki. Þar er um að ræða 120 kennslustunda nám ætlað þeim sem vilja kynnast af eigin raun hvað þarf til að þróa nýjar hugmyndir og koma þeim í nothæfan búning. Kennt verður á hverjum degi, fyrri hluta dags í fjórar vikur. Námið hentar því vel þeim sem ekki eru bundnir í vinnu á dagtíma.
Ein nýjungin enn er námskeið í flugmódelsmíði. Það námskeið er bæði í boði á Ísafirði þar sem gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist 5. febrúar og á Patreksfirði þar sem námskeiðið hefst laugardaginn 9. febrúar.
Þá má nefna leshóp um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar sem er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvarinnar og Rauða krossins. Þar er gert ráð fyrir að hittast einu sinni í viku og lesa og ræða söguna í góðum hópi. Fyrsta samveran er miðvikudaginn 6. febrúar og er þátttaka frí.
Laugardaginn 9. febrúar verður svo tekist á við sykurfíknina á námskeiði með Guðrúnu Bergmann. Guðrún hefur haldið fjölda námskeiða um hollustu og lífsstíl og er án efa spennandi að heyra hvað hún hefur fram að færa.
Auk þeirra námskeiða sem hér hafa verið nefnd er mörg önnur námskeið auglýst í fyrri hluta febrúarmánaðar; tölvunámskeið fyrir byrjendur og einnig tölvunámskeið kennt á pólsku, íslenska fyrir útlendinga, smáskipanám, enska með áherslu á talþjálfun, gerð styrkumsókna, vefnaður, bókfærsla, excel og fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu.