Ný námsbraut hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Í gær, mánudaginn 24. september, hófst ný námsbraut hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem nefnist ?Heilsu- og tómstundarbraut? og er ætluð ungu fólki með fötlun eða skerta náms- og starfsgetu.
Námsbraut þessi er tilraunaverkefni unnið í samvinnu við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölmennt en fræðslusjóður Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins styrkir námið.
Heilsu og tómstundarbraut er 198 kennslustunda nám sem skipt er á tvær annir haustönn 2012 og vorönn 2013. Þeir þættir sem teknir eru fyrir í náminu eru líkamsrækt, matreiðsla, sjálfsstyrking, listir, tölvur og verkefnavinna.
Kennarar verða meðal annars Laufey Dögg Garðarsdóttir og Halldóra Björnsdóttir en umsjónarmaður er Sólveig Bessa Magnúsdóttir.
Deila
Námsbraut þessi er tilraunaverkefni unnið í samvinnu við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölmennt en fræðslusjóður Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins styrkir námið.
Heilsu og tómstundarbraut er 198 kennslustunda nám sem skipt er á tvær annir haustönn 2012 og vorönn 2013. Þeir þættir sem teknir eru fyrir í náminu eru líkamsrækt, matreiðsla, sjálfsstyrking, listir, tölvur og verkefnavinna.
Kennarar verða meðal annars Laufey Dögg Garðarsdóttir og Halldóra Björnsdóttir en umsjónarmaður er Sólveig Bessa Magnúsdóttir.