Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar - nýtt námskeið
Fræðslumiðstöðin í samvinnu við þá Elvar Loga Hannesson og Þóri Örn Guðmundsson býður upp á nýtt og spennandi námskeið nú í mars þar sem Gísla saga Súrssonar verður til umfjöllunar.
Allflestir þekkja til sögunar um Gísla en á þessu námskeiði verður kafað ofan í súrinn á óvenjulegan hátt. Byrjað verður á því að lesa söguna og stúdera hana. Á lokahelgi námskeiðsins verður farið í ferðalag til Dýrafjarðar, nánar tiltekið á söguslóðir Gísla í Haukadal. Gengið verður um slóðir Gísla í dalnum og að lokum verður farið á Gíslastaði í Haukadal þar sem verðlaunaleikritið Gísli Súrsson verður sýnt.
Námskeiðið verður kennt þrjár helgar, hefst laugardaginn 9. mars kl. 10-12, en kennslutíminn í framhaldinu ákveðinn í samráði við þátttakendur.
Hér er á ferðinni einstakt námskeið um einn helsta fornkappa Íslandssögunnar og ekki skemmir fyrir að sögusviðið er í túnfætinum hjá okkur.
Elvar Logi Hannesson í hlutverki Gísla Súrssonar.
Deila
Allflestir þekkja til sögunar um Gísla en á þessu námskeiði verður kafað ofan í súrinn á óvenjulegan hátt. Byrjað verður á því að lesa söguna og stúdera hana. Á lokahelgi námskeiðsins verður farið í ferðalag til Dýrafjarðar, nánar tiltekið á söguslóðir Gísla í Haukadal. Gengið verður um slóðir Gísla í dalnum og að lokum verður farið á Gíslastaði í Haukadal þar sem verðlaunaleikritið Gísli Súrsson verður sýnt.
Námskeiðið verður kennt þrjár helgar, hefst laugardaginn 9. mars kl. 10-12, en kennslutíminn í framhaldinu ákveðinn í samráði við þátttakendur.
Hér er á ferðinni einstakt námskeið um einn helsta fornkappa Íslandssögunnar og ekki skemmir fyrir að sögusviðið er í túnfætinum hjá okkur.
Elvar Logi Hannesson í hlutverki Gísla Súrssonar.