Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nú er komið að Tælandi - fyrirlestur um mannauðinn

9. apríl 2013
Sjötti og síðasti fyrirlesturinn í röð um mannauðinn og menningarlega fjölbreytni verður fimmtudaginn 18. apríl kl. 17 ? 18 í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði. Þá fjallar Laddawan Dagbjartsson og samstarfskonur hennar um Tæland; segja frá landi og þjóð, mannlífi og menningu. Þær munu m.a. kynna nýárs hátíð, giftingasiði og venjur) og matarmenninguna. Þá munu þær gefa fólki Tælenskar matar uppskriftir og gefa fólki að smakka salatrétt og kjúklingavængi.

Það eru Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Rætur sem standa saman að þessari röð fyrirlestra sem eru að jafnaði kl. 17 ? 18 þriðja fimmtudag hvers mánaðar. Markmið með þessari fyrirlestraröð er að kynna fjölbreytileika mannlífsins á Vestfjörðum, gefa sýn á uppruna, menningu og hefðir nokkurra þeirra þjóða sem hér búa og auka þannig skilning og samheldni í samfélaginu. Fyrirlestrunum er einnig ætlað að hjálpa til við að kalla fram möguleika á að nýta þessa fjölbreytni, svo sem í viðskiptum og ferðaþjónustu.

Áður hefur verið fjallað um Filippseyjar, Pólland og Rússland.

Fyrirlestrarnir eru á íslensku, öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram.

image
Deila