Nú er hægt að skrá sig
Öll námskeið sem búið er að ákveða að halda í vetur komin inn á vefinn þannig að nú er hægt að skrá sig. Eins og venjulega kennir ýmissa grasa og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Nokkuð af námskeiðum eru ódagsett en tímasetningar þeirra verða auglýstar með góðum fyrirvara í blöðungum sem Fræðslumiðstöðin gefur reglulega út og dreift er í hvert hús. Rétt er að hafa í huga að námsframboðið er auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku. Það er því mikilvægt að áhugasamir skrái sig á námskeið þannig að Fræðslumiðstöðin sjái hvar áhuginn er.
Í vetur verða án efa auglýst fleiri námskeið en þau sem eru nú hafa verið ákveðin því reynslan sýnir að það bætast alltaf einhver við, miðstöðin fær ábendingar eða óskir um námskeið og er reynt að verða við þeim eins og kostur er.
Deila
Nokkuð af námskeiðum eru ódagsett en tímasetningar þeirra verða auglýstar með góðum fyrirvara í blöðungum sem Fræðslumiðstöðin gefur reglulega út og dreift er í hvert hús. Rétt er að hafa í huga að námsframboðið er auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku. Það er því mikilvægt að áhugasamir skrái sig á námskeið þannig að Fræðslumiðstöðin sjái hvar áhuginn er.
Í vetur verða án efa auglýst fleiri námskeið en þau sem eru nú hafa verið ákveðin því reynslan sýnir að það bætast alltaf einhver við, miðstöðin fær ábendingar eða óskir um námskeið og er reynt að verða við þeim eins og kostur er.