Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nóvembernámskeiðin

Eins og flesta aðra mánuði yfir  veturinn er ýmislegt spennandi í boði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í nóvember. Fyrir þá sem vilja bæta tölvukunnáttuna þá hefst excelnámskeið á Ísafirði þriðjudaginn 1. nóvember og er það ætlað fólki sem þarf að nota forritið en hefur ekki mikla reynslu.

Næst síðasti fyrirlestur í röðinni um þriðja skeiðið verður fimmtudaginn 10. nóvember og verður þá fjallað um frjáls félagasamtök. Þessir fyrirlestrar eru sendir í gegnum fjarfund til Hólmavíkur og Patreksfjarðar.

Um miðjan mánuðinn er svo hægt að gá til veðurs á spennandi námskeiði sem kennt er á Hólmavík og fjarkennt á aðra staði.

Á Ísafirði verður hitað upp fyrir jólin með konfektnámskeiði og á Hólmavík með kökuskreytingarnámskeiði. Þá verður hægt að fá leiðbeiningar um hvernig best er að setja upp andlitið á tveimur förðunarnámskeiðum.

Bókaormar geta líka fundið eitthvað við sitt hæfi því á degi íslenskrar tungum verður námskeið um ævi og verk Guðrúnar frá Lundi. Það námskeið er fjarkennt frá Sauðárkróki til Ísafjarðar, Patreksfjarðar og Hólmavíkur.

En allt byggist þetta auðvitað á því að það náist lágmarks þátttaka á námskeiðin. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Allar nánari upplýsingar um þessi og önnur námskeið má nálgast hér á vefnum og með því að hafa samaband í síma 456 5025.

Deila