Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Náttúran ? þorskurinn og þjóðin.

19. janúar 2012
Fimmtudaginn 19. janúar verður þriðji fyrirlesturinn í röð fyrirlestra á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Náttúrstofu Vestfjarða og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands, um náttúrufræðileg efni.

Í þessum fyrirlestri mun dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum stikla á stóru um sögu þorskveiða við Ísland. Megin áhersla verður þó á niðurstöður nýlegra rannsókna á áhrifum mannsins á þorskstofninn auk þess sem lítillega verður kynnt nýhafið rannsóknarverkefni sem miðar að því að kanna tengsl sveiflna í þorskstofninum og búsetuþróunar í sjávarbyggðum.

Fyrirlesturinn verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði. Hann verður eina klukkustund og hefst kl. 17.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangseyrir kr 1000.
imageimageimage
Deila