Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeiðum að ljúka

Grunnmenntaskólinn á Ísafirði
Nú fyrir páskana hefur nokkrum námskeiðum hjá Fræðslumiðstöðinni verið að ljúka.
Fyrri hluta svokallaðs grunnmenntaskóla lauk nú nýlega. Var þá lokið 150 af 300 kennslustundum og verður seinni hlutinn tekinn næsta haust.
Þá lauk nú um mánaðamótin tveimur námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga. Annars vegar námskeiði á Ísafirði fyrir Tailendinga og hins vegar námskeiði á Suðureyri. Bæði námskeiðin voru 60 kennslustundir. Tailendingarnir luku sínu námskeiði með heimboði hjá Guðbjörgu Hjartardóttur kennaranum sínum. Snorri Sturluson á Suðureyri ætlar hins vegar að ljúka náminu með því að fara með sinn hóp í leikhús.

Ýmiss önnur námskeið eru í gangi Fræðslumiðstöðinni og lýkur þeim flestum í apríl.
Þó eru nýjar námsleiðir að fara af stað svo sem 80 kst fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigiðisþjónustu á Hólmavík og menntasmiðja fyrir ungt fólk í samvinnu við Vinnumálastofnun og Menntaskólann á Ísafirði. Á Patreksfirði verður námskeiðið um viðhad og endurbætur gamalla húsa haldið 16. og 17.. apríl.

Í vetur hefur verið mikið líf hjá Fræðslumiðstöðinni.
Alla daga hafa fleiri eða færri námskeið verið í gangi og á Ísafirði hefur oft verið fullt hús.
Deila