Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeiðið Skipulögð kennsla

26.1.2008
Þátttakendur og leiðbeinendur á námskeiðinuNámskeiðið Skipulögð kennsla var haldið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða 24. og 25. janúar s.l.
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði TEACCH kerfisins. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið grunnnámskeiði um einhverfu; eru aðstandendur eða starfa með börnum og ungmennum með einhverfu, svo sem í skólum og á sambýlum, eða hvar sem einstaklingar með einhverfu búa og starfa. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra hafði forgöngu um að fá námskeiðið vestur og er það í framhaldi af grunnnámskeiði sem haldið var í haust.

Námskiðið er frá Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins og sáu þær leikskólasérkennararnir og einhverfuráðgjafarnir Áslaug Melax og Sigrún Hjartardóttir ásamt Svanhildi Svavarsdóttur boðskiptafræðingi um kennsluna

Tuttugu konur sátu námskeiðið og hafa þær án efa fengið hagnýta innsýn í hugmyndafræði TEACCH kerfisins og lært að nota það í kennslu og öðrum störfum.
Meðfylgjandi mynd er af þátttakendum og leiðbeinendum.
Deila