Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið um styrkumsóknir

Námskeið um styrkumsóknir var fyrirhugað að hefja mánudaginn 22. september á Ísafirði og fjarkennt til Hólmavíkur. En vegna beiðni var því frestað um viku. Verður það því mánudaginn 29. september, miðvikudaginn 1. og föstudaginn 3. október kl. 20 - 22.
Markmið með námskeiðinu er að gera þátttakendur hæfari í að skrifa styrkumsóknir og auka þekkingu þeirra á þeim sjóðum sem hægt er að sækja styrki til. Getur verið erfitt að átta sig á þeirri flóru sjóða sem hægt er að sækja styrki í og mikilvægt er að umsóknir séu rétt útfylltar til að auka líkurnar á því að fá styrki.
Þetta er námskeið sem kemur að góðum notum.
Deila