Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið um námstækni - frítt

Föstudaginn 23. janúar n.k. kl. 17:00-21:00 býður Fræðslmiðstöð Vestfjarða upp á frítt námskeið um námstækni.

Námstækni er að læra að vinna skipulega, að gera ákveðna hluti á tilteknum tíma og skipuleggja tíma sinn svo skil verði á milli vinnu og frítíma.

Á námskeiðinu verður farið í aðferðir við skimun texta og gerð útdrátta. Einnig verður stutt kynning á hugarkortum við glósugerð. Vel heppnuð og skipulögð vinnubrögð í námi draga úr streitu skapa meiri frítíma og bæta árangur.

Tilvalið námskeið fyrir þá sem eru í námi og vilja bæta vinnubrögð sín en einnig fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í nám.


Deila