Námskeið með stuðningi starfsmenntasjóða
Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt bjóða aðildarfélögum upp á að sækja fjarkennd námskeið frítt til 31. Desember 2020.
Á Vestfjörðum eru þetta félagsmenn í VerkVest og Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur sem starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða starfa samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins (þ.e. flestir sem starfa á almennum markaði fyrir utan verslunar- og skrifstofufólk).
Við hvetjum alla til að kanna aðild síns stéttafélags að þessum starfsmenntasjóðum.
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu greiðir einnig þátttökugjöld fyrir sína félagsmenn á tiltekin námskeið bæði fjar- og staðkennt. Kemur það þá fram í námskeiðslýsingu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þegar það á við.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða vonar að sem flestir nýti sér þetta góða tækifæri til þess að sækja sér fræðslu og er starfsfólk miðstöðvarinnar boðið að veita nánari upplýsingar ef þörf er á.