Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið með stuðningi starfsmenntasjóða

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt bjóða aðildarfélögum upp á að sækja fjarkennd námskeið frítt til 31. Desember 2020.

Á Vestfjörðum eru þetta félagsmenn í  VerkVest og Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur sem starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða starfa samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins (þ.e. flestir sem starfa á almennum markaði fyrir utan verslunar- og skrifstofufólk).

Við hvetjum alla til að kanna aðild síns stéttafélags að þessum starfsmenntasjóðum.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu greiðir einnig þátttökugjöld fyrir sína félagsmenn á tiltekin námskeið bæði fjar- og staðkennt. Kemur það þá fram í námskeiðslýsingu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þegar það á við.  

Fræðslumiðstöð Vestfjarða vonar að sem flestir nýti sér þetta góða tækifæri til þess að sækja sér fræðslu og er starfsfólk miðstöðvarinnar boðið að veita nánari upplýsingar ef þörf er á.

Deila