Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið í sveppatínslu.

Þriðjudagskvöldið 18. september kl. 17 - 21 mun Anna Lóa Guðmundsdóttir kenna fólki að greina á milli hvaða sveppir séu góðir til átu og hverjir ekki. Farið verður inn í Tunguskóg þar sem tíndir verða allir þeir sveppir sem fyrir verða. Síðan verður komið í hús og matsveppir greindir úr fengnum. Gott er að hafa með sér hníf og ílát undir sveppina.
Sveppatínsla er skemmtileg iðja sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í og ekki spillir að uppskeran er einstakt ljúfmeti. Það er hægt að halda sannkallaða sveppaveislu þegar heim er komið, hvort sem sveppirnir eru bara steiktir í smjöri á pönnu og borðaðir strax eða matreiddir úr þeim alls kyns gómsætir og girnilegir réttir.
Skráning er hafin og hægt er að skrá sig hér á vefnum.

17/9 Fellur niður vegna ónógrar þátttöku.

image
Deila