Námskeið í málmsuðu
Dagana 5. -7. nóvember verður boðið upp á námskeið í málmsuðu hjá Fræðslumiðstöðinni. Langt er síðan slíkt hefur verið í boði en áhugi er greinilega fyrir hendi því skráning er góð.
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra grunnatriði í málmsuðu til að nota í frístundum og til að koma sér af stað og verða sjálfbjarga í eigin rekstri, svo sem bændur og aðra sem vinna hjá sjálfum sér.
Á námskeiðinu verður leiðbeint um vinnustellingar við málmsuðu og helstu suðutegundir kynntar. Kennari er Tryggvi Sigtryggsson kennari við Menntaskólann á Ísafirði til margra ára. Kennt verður í verknámshúsi Menntaskólans.
Deila
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra grunnatriði í málmsuðu til að nota í frístundum og til að koma sér af stað og verða sjálfbjarga í eigin rekstri, svo sem bændur og aðra sem vinna hjá sjálfum sér.
Á námskeiðinu verður leiðbeint um vinnustellingar við málmsuðu og helstu suðutegundir kynntar. Kennari er Tryggvi Sigtryggsson kennari við Menntaskólann á Ísafirði til margra ára. Kennt verður í verknámshúsi Menntaskólans.