Námskeið í fjarfundi frá Endurmenntun HÍ
Kvasir, samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, og Endurmenntun Háskóla Íslands eru með samstarfssamning um námskeiðahald í fjarfundi. Fræðslumiðstöðin er aðili að Kvasi og kemur því að samningnum. Með þessum samningi gefst íbúum á landsbyggðinni tækifæri til að sækja ýmis námskeið Endurmenntunar í sinni heimabyggð. Námskeiðin eru eingöngu ætluð þátttakendum í fjarfundi sem er nýbreytni hjá Endurmenntun.
Endurmenntun hefur auglýst 12 námskeið í fjarfundi nú á vormisseri og kennir þar ýmissa grasa. Námskeiðin má finna hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar undir flokknum Endur- og símenntun hér til hægri. Hægt er að sækja námskeiðin á þeim stöðum þar sem Fræðslumiðstöðin er með fjarfundabúnað.
Fræðslumiðstöðin tekur við skráningum á námskeiðin, annað hvort í gegnum vefinn eða í síma 456 5025. Rétt er að vekja athygli á því að skráningarfrestur er mun lengri á þessi námskeið en venjan er hjá Fræðslumiðstöðinni, eða að jafnaði tíu dögum fyrir upphaf námskeiðs. Það er því mikilvægt að skrá sig í tíma, fáist ekki lágmarksþátttaka fellur námskeiðið niður.
Það er von Fræðslumiðstöðvarinnar að íbúar á Vestfjörðum nýti sér þetta tækifæri til þess að sækja ýmis námskeið sem hingað til hefur ekki verið hægt að bjóða upp á hér á svæðinu.
Deila
Endurmenntun hefur auglýst 12 námskeið í fjarfundi nú á vormisseri og kennir þar ýmissa grasa. Námskeiðin má finna hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar undir flokknum Endur- og símenntun hér til hægri. Hægt er að sækja námskeiðin á þeim stöðum þar sem Fræðslumiðstöðin er með fjarfundabúnað.
Fræðslumiðstöðin tekur við skráningum á námskeiðin, annað hvort í gegnum vefinn eða í síma 456 5025. Rétt er að vekja athygli á því að skráningarfrestur er mun lengri á þessi námskeið en venjan er hjá Fræðslumiðstöðinni, eða að jafnaði tíu dögum fyrir upphaf námskeiðs. Það er því mikilvægt að skrá sig í tíma, fáist ekki lágmarksþátttaka fellur námskeiðið niður.
Það er von Fræðslumiðstöðvarinnar að íbúar á Vestfjörðum nýti sér þetta tækifæri til þess að sækja ýmis námskeið sem hingað til hefur ekki verið hægt að bjóða upp á hér á svæðinu.